Háskólatorg, Gimli og Tröð vígð í dag

Í dag, þann 1. desember, voru nýbyggingar Háskóla Íslands vígðar við hátíðlega athöfn. Háskólatorg er á svæðinu milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss Háskólans. Þar verður m.a. til húsa Bóksala stúdenta, Háma, ný og glæsileg veitingasala FS, Stúdentaráð, stórir fyrirlestrasalir og tölvuver. Gimli er þar sem áður var bílastæði á milli Odda og Lögbergs en þar verða lesrými, rannsóknastofur og skrifstofur deilda svo eitthvað sé nefnt.

Tröð tengir síðan saman Háskólatorg og Gimli en þar eru einnig fyrirhugaðar sýningar á vegum Listasafns Háskóla Íslands. Samtals eru byggingarnar um 10.000 fermetrar og má gera ráð fyrir að um 1500 nemendur og starfsmenn muni hafa aðstöðu á Háskólatorgi og Gimli auk þess sem sem þangað munu leggja leið sína þúsundir aðrir stúdentar og starfsmenn Háskólans og aðrir gestir.

Vígsla þessara nýju bygginga markar tímamót í sögu Háskólans. Vaka fagnar þessum tímamótum en með nýbyggingum er stigið stórt skref hvað varðar aðstöðumál við Háskóla Íslands. Félagið hefur lengi talað fyrir því að stórbæta þurfi vinnuaðstöðu bæði kennara og nemenda við skólann. Það er einlæg trú Vöku að skóli skari aldrei fram úr nema hann hafi upp á að bjóða ekki aðeins metnaðarfulla kennslu og framúrskarandi kennara heldur einnig bestu aðstöðu sem völ er á.

Háskólatorg, Gimli og Tröð eru ein varðan á leið Háskóla Íslands til að komast í hóp þeirra 100 bestu og vill Vaka óska stúdentum og starfsfólki skólans til hamingju með þennan merka áfanga.

Vaka


mbl.is Stúdentar fagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Höfundur

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • flugeldar
  • shi_5_Magnus
  • hf_12_Gu¡Ôr¡¤n
  • shi 12 J¡Ühanna
  • hf_9_Hlynur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband