Stúdentar fá aftur fréttir!

Fyrir nokkru síðan hættu dagblöð fjölmiðla að berast inn um lúgur stúdenta sem búa á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu. Á hverjum degi var Fréttablaðinu og Blaðinu troðið inn um 96 lúgur stúdenta sem búa á görðunum. Því fylgdi því miður oft mikið drasl, blöðin voru illa sett í pósthólf stúdenta og frágangur á þeim var mjög slæmur. Vegna þessa ákvað FS, Félagsstofnun Stúdenta að banna fríblöðum að halda áfram dreifingu á stúdentagörðunum á Lindargötu.

Við hjá Vöku tókum fljótlega eftir þessu, enda nokkur okkar sem leigja íbúðir á stúdentagörðunum. Í kjölfarið reyndum við að finna lausn á vandamálinu, því eftirspurn stúdenta eftir dagblöðum er gríðarleg og ósanngjarnt er að ætlast til þess að allir stúdentar gerist áskrifendur að Morgunblaðinu.

Við hringdum í blöðin og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að setja upp fréttakassa í blokkir stúdentaíbúðanna. Þessir kassar myndu gera blaðberum auðveldar fyrir með dreifingu og halda blokkunum hreinlegri. Við höfðum samband við Félagsstofnun Stúdenta og kynntum hugmyndir okkar. Þar var vel tekið á móti okkur og var fólkið þar á bæ reiðubúið að prófa þetta nýja kerfi sem blöðin höfðu bent á.

Núna eru því kassarnir komnir upp á stúdentagörðunum og geta stúdentar tekið gleði sína á ný þar sem blöðin munu byrja að berast aftur á næstu dögum.

Vaka vonar að íbúar við Lindargötu verði ánægðir með lausn mála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Höfundur

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flugeldar
  • shi_5_Magnus
  • hf_12_Gu¡Ôr¡¤n
  • shi 12 J¡Ühanna
  • hf_9_Hlynur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband