19.4.2007 | 16:15
Stúdentar fá aftur fréttir!
Fyrir nokkru síðan hættu dagblöð fjölmiðla að berast inn um lúgur stúdenta sem búa á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu. Á hverjum degi var Fréttablaðinu og Blaðinu troðið inn um 96 lúgur stúdenta sem búa á görðunum. Því fylgdi því miður oft mikið drasl, blöðin voru illa sett í pósthólf stúdenta og frágangur á þeim var mjög slæmur. Vegna þessa ákvað FS, Félagsstofnun Stúdenta að banna fríblöðum að halda áfram dreifingu á stúdentagörðunum á Lindargötu.
Við hjá Vöku tókum fljótlega eftir þessu, enda nokkur okkar sem leigja íbúðir á stúdentagörðunum. Í kjölfarið reyndum við að finna lausn á vandamálinu, því eftirspurn stúdenta eftir dagblöðum er gríðarleg og ósanngjarnt er að ætlast til þess að allir stúdentar gerist áskrifendur að Morgunblaðinu.
Við hringdum í blöðin og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að setja upp fréttakassa í blokkir stúdentaíbúðanna. Þessir kassar myndu gera blaðberum auðveldar fyrir með dreifingu og halda blokkunum hreinlegri. Við höfðum samband við Félagsstofnun Stúdenta og kynntum hugmyndir okkar. Þar var vel tekið á móti okkur og var fólkið þar á bæ reiðubúið að prófa þetta nýja kerfi sem blöðin höfðu bent á.
Núna eru því kassarnir komnir upp á stúdentagörðunum og geta stúdentar tekið gleði sína á ný þar sem blöðin munu byrja að berast aftur á næstu dögum.
Vaka vonar að íbúar við Lindargötu verði ánægðir með lausn mála.
Um bloggið
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Bloggvinir
- sigruningibjorg
- mariagudjons
- helgahaarde
- doddeh
- gudbergur
- vilby
- ingolfur
- magginn
- andriheidar
- reynir
- kristinmaria
- davidg
- eyrun
- einsidan
- swift
- johannalfred
- kristinhrefna
- arnih
- tomasha
- deiglan
- ingabesta
- stebbifr
- herdis
- siggisig
- ingo
- dadiolafs
- handsprengja
- saethorhelgi
- malacai
- audbergur
- vefritid
- vkb
- veraknuts
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.