Vaka veitir viđurkenningu fyrir ađdáunarverđan metnađ í námi

vaka 001Stjórn Vöku ákvađ á fundi sínum 11.júní sl. ađ brydda upp á ţeirri nýjung ađ veita einstaklingum viđurkenningu fyrir ađdáunarverđan metnađ í námi sínu. Ţetta var gert ađ tillögu jafnréttis- og alţjóđanefndar Vöku, en formađur hennar er Vilborg Einarsdóttir. Nefndin lagđi einnig til ađ Ásdís Jenna Ástráđsdóttir yrđi fyrst til ađ hljóta ţessa viđurkenningu frá Vöku.

Ásdís Jenna er fjölfötluđ kona sem var ađ ljúka námi í táknmálsfrćđi. Hún hefur ađ mati Vöku sýnt ađdáunarverđan metnađ í námi sínu viđ Háskóla Íslands og tekist á viđ allar ţćr hindranir sem á vegi hennar hafa veriđ. Hún hefur međ ţrautseigju sinni og lífsgleđi veriđ öllum sem henni hafa kynnst innblástur. Ásdís Jenna er ţví vel ađ ţessum verđlaunum komin.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor, minntist á Ásdísi Jennu í ávarpi sínu viđ brautskráningu ţann 16.júní sl. Ţar sagđi Kristín m.a.: ,,Hún hefur kennt skólanum margt um ţađ hvernig hann getur rćktađ ţađ hlutverk sitt ađ vera ađgengilegur öllum sem ţangađ vilja sćkja. Ţađ er einstakt afrek ţegar fólk sem er mjög fatlađ nćr ađ sigrast á erfiđleikum og ná árangri í krefjandi háskólanámi”.

Ţađ var svo í útskriftarveislu Ásdísar Jennu ţann 16.júní sem formađur og oddviti Vöku, Helga Lára Haarde og Sunna Kristín Hilmarsdóttir veittu Ásdísi Jennu viđurkenninguna ađ viđstöddu margmenni.

Vaka óskar Ásdísi Jennu til hamingju međ viđurkenninguna og óskar henni velfernađar í öllu ţví sem hún tekur sér fyrir hendur. 

Á myndinni eru frá vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Ásdís Jenna Ástráđsdóttir, Fjóla Einarsdóttir og Helga Lára Haarde

Hér er ađ finna rćđu Kristínar Ingólfsdóttur í heild sinni og mynd af ţví ţegar Ásdís Jenna veitir skírteini sínu viđtöku


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Höfundur

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flugeldar
  • shi_5_Magnus
  • hf_12_Gu¡Ôr¡¤n
  • shi 12 J¡Ühanna
  • hf_9_Hlynur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband