29.8.2007 | 16:04
Aukin þjónusta við frumkvöðla innan Háskóla Íslands
Í pistli á Vökusíðunni kynnir Magnús Már Einarsson starfsemi Innovit sem er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur við Háskóla Íslands. Það voru Vökuliðar sem fengu hugmyndina að Innovit og komu henni á laggirnar.
Hugtakið þekkingarþjóðfélag hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Allir virðast vera sammála um það að vilja lifa í þekkingarþjóðfélagi og að búa eigi svo um hnútana að á Íslandi sé þekkingarþjóðfélag. En hver er grundvöllurinn fyrir þekkingarþjóðfélagi ? Að mínu mati er það að til verði fyrirtæki sem byggð eru á rannsóknum eða þekkingu menntafólks. Stórt skref hefur verið stigið í þá átt, að skapa háskólamenntuðum frumkvöðlum vettvang, til að hagnýta sínar rannsóknir í átt að stofnun fyrirtækis, en það er stofnun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Innovit býður upp á þjónustu og ráðgjöf fyrir frumkvöðla við að koma upp sprotafyrirtækjum. Þjónusta Innovit er skipt í fjórar meginstoðir, en þær eru:
 Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki
 Fræðsla, fyrirlestrar og námskeið
 Sumarvinna við nýsköpun
 Árleg frumkvöðlakeppni Innovit
Um bloggið
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Bloggvinir
- sigruningibjorg
- mariagudjons
- helgahaarde
- doddeh
- gudbergur
- vilby
- ingolfur
- magginn
- andriheidar
- reynir
- kristinmaria
- davidg
- eyrun
- einsidan
- swift
- johannalfred
- kristinhrefna
- arnih
- tomasha
- deiglan
- ingabesta
- stebbifr
- herdis
- siggisig
- ingo
- dadiolafs
- handsprengja
- saethorhelgi
- malacai
- audbergur
- vefritid
- vkb
- veraknuts
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.