6.2.2008 | 11:50
Kosningar í dag!
Kosið er í eftirfarandi byggingum:
VRII, Háskólabíó, Árnagarður, Lögberg, Þjóðarbókhlaðan, Læknagarður, Skógarhlíð, Askja, Háskólatorg, Oddi, Eirberg, Aðalbygging, Hagi.
Allar kjördeildir, nema Hagi og Skógarhlíð, verða opnar frá 9 18 bæði 6. og 7.febrúar. Opið verður í Haga og Skógarhlíð frá 9 13 fyrri daginn en 9 -18 seinni daginn.
Einnig er kjördeild í Endurmenntun Háskóla Íslands frá kl. 14 18 þann 7. febrúar.
Vaka vill minna alla á að hafa skilríki meðferðis á kjörstað
Setjum x við A og tryggjum stúdentum trúverðuga og öfluga hagsmunabaráttu
Áfram VAKA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 17:40
Glæsilegur framboðslisti!
Nú hefur Vaka kynnt frambjóðendur sína til Stúdentaráðs og Háskólaráðs 2008.
Kosningamiðstöðin er að Laugavegi 51, 2.hæð.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál Vöku má finna á heimasíðunni vaka.hi.is
VAKA - FÖRUM ALLA LEIÐ!
x-A
Framboðslisti Vöku kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 14:14
Þrettándapartý Vöku!
Þann 5.janúar næstkomandi býður Vaka til þrettándagleði til að fagna nýju ári. Partýið fer fram í Vökuheimilinu að Hólmaslóð 4 út á Granda og hefst kl.20
Allir velkomnir
Léttar veitingar verða í boði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 23:38
Gangi ykkur vel í prófunum!
Vaka óskar öllum stúdentum góðs gengis í prófunum sem nú er að hefjast. Vökuliðar hlakka til að snúa ferskir til baka eftir prófin og takast á við nýja önn og kosningarnar sem henni fylgja.
Það er öllum velkomið að slást í hópinn, en það er hægt með því að senda okkur póst á vaka@hi.is . Einnig er hægt að skrá sig á póstlistann hér á síðunni.
Að lokum viljum svo benda stúdentum á að komið er nýtt myndband á forsíðuna en þar er búið að taka saman nokkrar vel valdar myndir úr Jólapartýi Vöku sem var haldið 16.nóvember síðastliðinn
Jólakveðja frá Vöku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 23:27
Háskólatorg, Gimli og Tröð vígð í dag
Í dag, þann 1. desember, voru nýbyggingar Háskóla Íslands vígðar við hátíðlega athöfn. Háskólatorg er á svæðinu milli Aðalbyggingar og Íþróttahúss Háskólans. Þar verður m.a. til húsa Bóksala stúdenta, Háma, ný og glæsileg veitingasala FS, Stúdentaráð, stórir fyrirlestrasalir og tölvuver. Gimli er þar sem áður var bílastæði á milli Odda og Lögbergs en þar verða lesrými, rannsóknastofur og skrifstofur deilda svo eitthvað sé nefnt.
Tröð tengir síðan saman Háskólatorg og Gimli en þar eru einnig fyrirhugaðar sýningar á vegum Listasafns Háskóla Íslands. Samtals eru byggingarnar um 10.000 fermetrar og má gera ráð fyrir að um 1500 nemendur og starfsmenn muni hafa aðstöðu á Háskólatorgi og Gimli auk þess sem sem þangað munu leggja leið sína þúsundir aðrir stúdentar og starfsmenn Háskólans og aðrir gestir.
Vígsla þessara nýju bygginga markar tímamót í sögu Háskólans. Vaka fagnar þessum tímamótum en með nýbyggingum er stigið stórt skref hvað varðar aðstöðumál við Háskóla Íslands. Félagið hefur lengi talað fyrir því að stórbæta þurfi vinnuaðstöðu bæði kennara og nemenda við skólann. Það er einlæg trú Vöku að skóli skari aldrei fram úr nema hann hafi upp á að bjóða ekki aðeins metnaðarfulla kennslu og framúrskarandi kennara heldur einnig bestu aðstöðu sem völ er á.
Háskólatorg, Gimli og Tröð eru ein varðan á leið Háskóla Íslands til að komast í hóp þeirra 100 bestu og vill Vaka óska stúdentum og starfsfólki skólans til hamingju með þennan merka áfanga.
Stúdentar fagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 00:56
Jólapartý Vöku!
Gleðin fer fram í Vökuheimilinu að Hólmaslóð 4 og hefst kl.19:00
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þreytta háskólastúdenta til að lyfta sér örlítið upp áður en prófatörnin hefst.
Frír bjór í boði!
Allir velkomnir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 22:20
Ný heimasíða Vöku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 16:04
Aukin þjónusta við frumkvöðla innan Háskóla Íslands
Í pistli á Vökusíðunni kynnir Magnús Már Einarsson starfsemi Innovit sem er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur við Háskóla Íslands. Það voru Vökuliðar sem fengu hugmyndina að Innovit og komu henni á laggirnar.
Hugtakið þekkingarþjóðfélag hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Allir virðast vera sammála um það að vilja lifa í þekkingarþjóðfélagi og að búa eigi svo um hnútana að á Íslandi sé þekkingarþjóðfélag. En hver er grundvöllurinn fyrir þekkingarþjóðfélagi ? Að mínu mati er það að til verði fyrirtæki sem byggð eru á rannsóknum eða þekkingu menntafólks. Stórt skref hefur verið stigið í þá átt, að skapa háskólamenntuðum frumkvöðlum vettvang, til að hagnýta sínar rannsóknir í átt að stofnun fyrirtækis, en það er stofnun Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Innovit býður upp á þjónustu og ráðgjöf fyrir frumkvöðla við að koma upp sprotafyrirtækjum. Þjónusta Innovit er skipt í fjórar meginstoðir, en þær eru:
 Aðstaða fyrir sprotafyrirtæki
 Fræðsla, fyrirlestrar og námskeið
 Sumarvinna við nýsköpun
 Árleg frumkvöðlakeppni Innovit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 00:15
Sumarpróf - Í hverra þágu?
Í pistli á Vökusíðunni fjallar Guðrún Álfheiður Thorarensen um fyrirkomulag sjúkra- og upptökuprófa í Háskóla Íslands.
Um þessar mundir standa yfir sjúkra- og upptökupróf við Háskóla Íslands, sem í daglegu tali ganga undir nafninu sumarpróf. Alls eru rúmlega 3.800 skráningar í 545 próf.
Háskóli Íslands hefur, einn fárra háskóla hér á landi, þann háttinn á að hafa endurtektar- og sjúkrapróf að sumri til, þremur mánuðum eftir lok vorprófa og átta mánuðum eftir lok haustprófa. Það liggur í augum uppi að námsefnið er ekki í mjög fersku minni þremur eða átta mánuðum eftir að námskeiði lýkur. Mörgum vex það í augum að setjast niður fyrir framan skruddurnar í sumarblíðunni og ákveða því að klára sína prófgráðu á lengri tíma. Einnig getur verið súrt í broti að þurfa að fresta útskrift og framhaldsnámi ef eitthvað klikkar á lokasprettinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 19:13
Staða hjúkrunarfræðideildar HÍ
í pistli á Vökusíðunni fjallar Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir um stöðu hjúkrunarfræðideildar en nýlega voru kröfurnar í deildinni lækkaðar til að koma til móts við undirmönnun á spítölum.
Staða hjúkrunarfræðideildar í Háskóla Íslands er ákveðið umhugsunarefni. Síðustu tvö ár hefur sú staðreynd blasað við að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ráða sig ekki á spítalana vegna lágra launa. Brugðið hefur verið á það ráð að lækka kröfur í hjúkrunarfræðideild til þess að útskrifa fleiri. En er það rétta leiðin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Bloggvinir
- sigruningibjorg
- mariagudjons
- helgahaarde
- doddeh
- gudbergur
- vilby
- ingolfur
- magginn
- andriheidar
- reynir
- kristinmaria
- davidg
- eyrun
- einsidan
- swift
- johannalfred
- kristinhrefna
- arnih
- tomasha
- deiglan
- ingabesta
- stebbifr
- herdis
- siggisig
- ingo
- dadiolafs
- handsprengja
- saethorhelgi
- malacai
- audbergur
- vefritid
- vkb
- veraknuts