Undarlegt skipulag prófsýninga

í pistli á Vökusíðunni fjallar Hlynur Einarsson um undarlegt skipulag prófsýninga við Háskóla Íslandshf_9_Hlynur

Nú er ég námsmaður, segir sig kannski sjálft þar sem ég sit í stjórn Vöku. Sem námsmaður þarf ég að skila af mér verkefnum og ritgerðum auk þess sem ég tek próf. Þetta er náttúrulega ekkert nema eðlilegt og mér finnst ekkert athugavert við það að á þessum hlutum sé ákveðinn skilafrestur og mér sé gert að skila þeim af mér á tilsettum tíma. Ég fer oftast nær alveg eftir þessum tímamörkum og ég geri mér grein fyrir því að einkunn mín lækkar í samræmi við trassaskapinn í mér. Fólk er kannski að velta því fyrir sér hvað ég er að fara með þessu tuði, eins og ykkur komi það eitthvað við hvenær eða hvort ég skila af mér mínum verkefnum og ritgerðum, það kemur ykkur ekkert við. En það er skipulag prófsýninga sem er tilefni þessa pistils og býst ég við að það komi fleirum við en mér einum

Lesa


Háskóla Íslands sem fjölskylduvænt samfélag

Í pistli á heimasíðu Vöku fjallar Ólafur Páll Vignisson um fjölskyldumál í Háskóla Íslands og hvernig gera megi háskólasamfélagið fjölskylduvænt. shi_1_¨]lafur

Í Háskóla Íslands er stór hluti stúdenta fjölskyldufólk, eða um fjórðungur allra stúdenta. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall, finnst flestum að Háskólinn sé í engu sniðinn að þörfum þessa hóps stúdenta þar sem skólinn hefur þótt einstaklingsmiðaður. Þessu verður að breyta og gera Háskóla Íslands að fjölskylduvænu samfélagi.

lesa


Stúdentakortin - næstu skref

í pistli á heimasíðu Vöku fjallar Kristján Freyr Kristjánsson um hvernig hægt sé að nýta Stúdentakortin á fjölbreyttari hátt en nú er gert:shi_4_Kristjßn

 

Fjölmargir nemendur Háskóla Íslands hafa fengið í hendur sínar svokallað stúdentakort. Stúdentakortin hafa valdið byltingu í Háskólanum en með tilkomu þeirra hafa stúdentar nú sólahringsaðgang að sinni heimabyggingu í skólanum. Einnig eru kortin afsláttarkort og skólaskírteini. Nú þegar kortin hafa verið til staðar í nokkurn tíma er við hæfi að huga að hvernig hægt sé að nýta þau enn betur.

Lesa


Skilar kennslukönnun HÍ árangri?

Í pistli dagsins fjallar Jan Hermann Erlingsson um kennslukönnun HÍ.hf_3_Jan

Við lok síðustu annar gafst nemendum Háskólans tækifæri til þess að taka þátt í könnun til að meta gæði kennslu og náms við Háskóla Íslands. Kennslukönnun HÍ hefur staðið nemendum til boða frá árinu 2005, en það voru einmitt Vökuliðar sem sáu um alla framkvæmd og undirbúning könnunarinnar. Nú þegar sumarið er hálfnað og drög að stundaskrám liggja fyrir á vef Háskólans hefur ríkt töluverð óánægja meðal nemenda um að ekki sé tekið mark á niðurstöðum könnunarinnar og að ábendingar þeirra séu hunsaðar af Háskólayfirvöldum.

lesa


Of langur biðlisti eftir íbúðum á Stúdentagörðunum

Í pistli dagsins fjallar Fjóla Einarsdóttir um húsnæðisvanda stúdenta.

shi_2_Fj¡Üla

„Þeir umsækjendur sem ekki fá úthlutað húsnæði fara sjálfkrafa á biðlista“ er ritað á heimasíðu Stúdentagarða. Þegar ég athugaði hvað biðlistinn værilangur, 9. júlí 2007, voru yfir þúsund stúdentar á bið. Ég spurði hvernig listinn skiptist nákvæmlega og fékk eftirfarandi svör (númerin fyrir framan eru auðkennisnúmer fyrir ákveðna tegund af húsnæði):
1.2. Herbergi, Gamli garður: 59 á bið
1.6. Einstaklings íbúðir - 12 mánaða leiga, Skerjagarður: 251 á bið
1.7. Einstaklings íbúðir - 9 mánaða leiga, Skerjagarður: 92 á bið
2.5. Fjölskyldu/par íbúðir: 41 á bið
2.6. Þriggja herbergja íbúðir: 12 á bið
3.8. Tveggja herbergja íbúðir: 48 á bið
3.9. Þriggja herbergja íbúðir, Vetragarðar: 26 á bið
3.11. Þriggja herbergja íbúðir: 19 á bið
3.10. Þriggja herbergja íbúðir: 22 á bið
3.12. Fjölskylduíbúðir, fjögurra herbergja: 5 á bið
4.1. Fjölskylduíbúðir, Ásgarðar: 6 á bið
4.2. Þriggja herbergja íbúðir, Ásgarðar: 5 á bið
4.3. Þriggja herbergja íbúðir, Ásgarðar: 7 á bið
5.1. Paríbúðir, Ásgarðar: 87 á bið
5.2. Einstaklingsíbúðir, Ásgarðar: 334 á bið
5.3. Tvíbýli: 41 á bið
5.5. Tvíbýli með húsgögnum: 37 á bið
5.7. Einstaklingsíbúðir, Eggertsgata: 249 á bið
6.1. Einstaklingsíbúðir, Lindargata: 260 á bið

lesa


Jöfn tækifæri til háskólanáms á Íslandi?

Í pistli dagsins fjallar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir um þær kröfur sem gerðar eru til erlendra nema um að sýna fram á lágmarksframfærslu.

hf_10_Sigr·n

Þeir sem hafa lært eða stefna á nám erlendis vita að oft getur reynst
erfitt að fá landvistarleyfi í viðkomandi landi, sérstaklega ef það er
utan Evrópska efnahagssvæðisins. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir slíku leyfi
er að geta sýnt fram á ákveðna framfærslu. Íslendingar eru heppnir að hafa
Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) þar sem þeir geta fengið lán og þar með
sýnt fram á slíka framfærslu. Slíkt á hins vegar ekki alltaf við þá
erlendu nema sem vilja stunda nám hér á Íslandi.

lesa


Háskóli Íslands á réttri leið

Helga Lára Haarde og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fara yfir nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um íslenska háskóla á heimasíðu Vöku:

hf_4_Helgax_2_SunnaNýlega birti Ríkisendurskoðun skýrslu sína „Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu”. Þar er borin saman kennsla fjögurra íslenskra háskóla í lögfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði. Skólarnir fjórir eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst. Þeir þættir sem aðallega var horft til voru kostnaður vegna kennslu, akademísk staða deilda og skilvirkni kennslunnar. Háskóli Íslands kemur áberandi best út í þessum samanburði sem sýnir að skólinn er á réttri leið í stefnumörkun sinni.

lesa


Málefnadagur Vöku og partý!

Nú er komið að fyrsta málefnadegi Vöku í sumar

Hann verður haldinn núna á laugardaginn 30.júní í Vökuheimilinu að Hólmaslóð 4.

Tekin verður málefnavinna frá kl.11 til 17 þar sem fólki verður skipt niður í hópa sem færast svo milli stöðva þar sem mismunandi málefni verða krufin til mergjar. Einnig verður haldinn fyrirlestur um skólaskiptinguna í Háskóla Íslands. Innifalið í þessu er einnig hádegismatur í boði Vöku.

Að lokinni málefnavinnunni getur fólk farið heim og hlaðið batteríin því um kvöldið verður svo haldið dúndrandi partý í Vökuheimilinu. Það er því mæting aftur um kl.20 í djammgallanum í Vökuheimilið þar sem stuðið mun ráða ríkjum fram eftir nóttu.

Allir sem hafa áhuga á að kynna sér Vöku og vilja taka þátt í starfi félagsins eru hjartanlega velkomnir

Vonumst til að sjá sem flestavokublom

Stjórn Vöku


Vaka veitir viðurkenningu fyrir aðdáunarverðan metnað í námi

vaka 001Stjórn Vöku ákvað á fundi sínum 11.júní sl. að brydda upp á þeirri nýjung að veita einstaklingum viðurkenningu fyrir aðdáunarverðan metnað í námi sínu. Þetta var gert að tillögu jafnréttis- og alþjóðanefndar Vöku, en formaður hennar er Vilborg Einarsdóttir. Nefndin lagði einnig til að Ásdís Jenna Ástráðsdóttir yrði fyrst til að hljóta þessa viðurkenningu frá Vöku.

Ásdís Jenna er fjölfötluð kona sem var að ljúka námi í táknmálsfræði. Hún hefur að mati Vöku sýnt aðdáunarverðan metnað í námi sínu við Háskóla Íslands og tekist á við allar þær hindranir sem á vegi hennar hafa verið. Hún hefur með þrautseigju sinni og lífsgleði verið öllum sem henni hafa kynnst innblástur. Ásdís Jenna er því vel að þessum verðlaunum komin.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor, minntist á Ásdísi Jennu í ávarpi sínu við brautskráningu þann 16.júní sl. Þar sagði Kristín m.a.: ,,Hún hefur kennt skólanum margt um það hvernig hann getur ræktað það hlutverk sitt að vera aðgengilegur öllum sem þangað vilja sækja. Það er einstakt afrek þegar fólk sem er mjög fatlað nær að sigrast á erfiðleikum og ná árangri í krefjandi háskólanámi”.

Það var svo í útskriftarveislu Ásdísar Jennu þann 16.júní sem formaður og oddviti Vöku, Helga Lára Haarde og Sunna Kristín Hilmarsdóttir veittu Ásdísi Jennu viðurkenninguna að viðstöddu margmenni.

Vaka óskar Ásdísi Jennu til hamingju með viðurkenninguna og óskar henni velfernaðar í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. 

Á myndinni eru frá vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Fjóla Einarsdóttir og Helga Lára Haarde

Hér er að finna ræðu Kristínar Ingólfsdóttur í heild sinni og mynd af því þegar Ásdís Jenna veitir skírteini sínu viðtöku


Vel heppnaður 17.júní hjá Vöku

vaka 00417.júní var haldinn hátíðlegur síðastliðinn sunnudag og var Vaka venju
samkvæmt með sölubás í miðbænum. Vökuliðar voru mættir eldsnemma til að selja blöðrur og ýmsan varning. Veðrið var með besta móti og lögðu fjölmargir leið sína í miðbæ Reykjavíkur.

Mikil örtröð var við Vökubásinn enda margir gamlir Vökuliðar sem koma
sérstaklega til að styrkja sitt gamla félag á Þjóðhátíðardaginn. Allt gekk
vel og rokseldist úr tjaldinu og voru Vökuliðar ánægðir með gott dagsverk.

Vaka vill þakka öllum þeim sem styrktu félagið kærlega fyrir framlag sitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta

Höfundur

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flugeldar
  • shi_5_Magnus
  • hf_12_Gu¡Ôr¡¤n
  • shi 12 J¡Ühanna
  • hf_9_Hlynur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband