9.6.2007 | 16:03
Fréttabréf Vöku
Nýjasta fréttabréf Vöku er hægt að nálgast hér
Þar er að finna fréttir úr starfi félagsins frá janúar til loka maí 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 18:13
Vökugrill 2007
Laugardaginn 19.maí næstkomandi stendur Vaka fyrir grillveislu í Vökuheimilinu að Hólmaslóð 4.
Fjörið hefst kl.19:30 og verða grillmeistarar Vöku á staðnum og grilla ofan í mannskapinn og að sjálfsögðu verða laufléttar veigar í boði með.
Stuðið heldur svo áfram langt fram eftir kvöldi :)
Allir velkomnir!
Vonumst til að sjá sem flesta í sumarskapi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 17:50
Vökuferð til Vestmannaeyja
Helgina 1.-3.júní verður farið í Vökuferð til Vestmannaeyja. Farið
verður á föstudeginum með Herjólfi og komið heim á sunnudeginum. Stefnt er
að því taka seinni ferðina (19.30) á föstudeginum til Eyja og svo seinni
ferðina (16:00) til baka á sunnudeginum frá Eyjum.
Dagskrá ferðinnar er í höndum Eyja-arms Vöku og er um hálfgerða
óvissuferð að ræða það sem eyjastemmning og almenn gleði munu ráða ríkjum.
Áætlaður kostnaður er 7.000 kr á mann en þá er innifalið siglingin með
Herjólfi, gisting í tvær nætur og kvöldmatur á laugardagskvöldinu.
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Maríu í gegnum netfangið mag22@hi.is.
Allir velkomnir!!
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.
Sumarkveðjur,
Stjórn Vöku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 16:52
Vaka hvetur alla til að skrifa undir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 14:36
Fulltrúi hverra?
Þórður Gunnarsson skrifar pistil á heimasíðu Vöku í dag
"Eitt af því sem Stúdentaráð hefur rætt á fundum sínum að undanförnu er hvort stúdentar ættu að bjóða fram lista til Alþingiskosninga. Sá verknaður væri náttúrulega að mestu leyti táknrænn, og gerður til þess að vekja athygli á málefnum stúdenta. Í raun eru yfirlýsingarnar um framboð einar sér nokkuð sterkur leikur. Aukin umfjöllun um menntamál og hagsmuni nemenda við Háskóla Íslands er að sjálfsögðu algerlega nauðsynleg. Framboð stúdenta myndi undirstrika hlutverk Stúdentaráðs, að verja hagsmuni nemenda við HÍ óháð öllum flokkslínum. Það er því afar mikilvægt fyrir andlit Stúdentaráðs út á við að gæta fyllsta hlutleysis í gjörðum sínum - og orðum."
lesa nánar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2007 | 16:15
Stúdentar fá aftur fréttir!
Fyrir nokkru síðan hættu dagblöð fjölmiðla að berast inn um lúgur stúdenta sem búa á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu. Á hverjum degi var Fréttablaðinu og Blaðinu troðið inn um 96 lúgur stúdenta sem búa á görðunum. Því fylgdi því miður oft mikið drasl, blöðin voru illa sett í pósthólf stúdenta og frágangur á þeim var mjög slæmur. Vegna þessa ákvað FS, Félagsstofnun Stúdenta að banna fríblöðum að halda áfram dreifingu á stúdentagörðunum á Lindargötu.
Við hjá Vöku tókum fljótlega eftir þessu, enda nokkur okkar sem leigja íbúðir á stúdentagörðunum. Í kjölfarið reyndum við að finna lausn á vandamálinu, því eftirspurn stúdenta eftir dagblöðum er gríðarleg og ósanngjarnt er að ætlast til þess að allir stúdentar gerist áskrifendur að Morgunblaðinu.
Við hringdum í blöðin og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að setja upp fréttakassa í blokkir stúdentaíbúðanna. Þessir kassar myndu gera blaðberum auðveldar fyrir með dreifingu og halda blokkunum hreinlegri. Við höfðum samband við Félagsstofnun Stúdenta og kynntum hugmyndir okkar. Þar var vel tekið á móti okkur og var fólkið þar á bæ reiðubúið að prófa þetta nýja kerfi sem blöðin höfðu bent á.
Núna eru því kassarnir komnir upp á stúdentagörðunum og geta stúdentar tekið gleði sína á ný þar sem blöðin munu byrja að berast aftur á næstu dögum.
Vaka vonar að íbúar við Lindargötu verði ánægðir með lausn mála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 11:02
Vaka fagnar framtaki Reykjavíkurborgar
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fagnar þeirri ákvörðun borgarstjórnar að veita reykvískum námsmönnum frítt í strætó á haustönn 2007. Bættar almenningssamgöngur hafa lengi verið baráttumál stúdenta og því er þetta glæsilega framtak skref í rétta átt.
Jafnframt skorar Vaka á nærliggjandi sveitarfélög, sem einnig taka þátt í rekstri Strætó bs., að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og tryggja þannig öllum stúdentum jafnan rétt til notkunar á almenningssamgöngum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 01:22
Vel heppnað málþing
Síðastliðinn fimmtudag stóð Vaka fyrir glæsilegu málþingi um málefni Háskóla Íslands undir yfirskriftinni ,,Virkjum Háskólann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 12:47
Virkjum Háskólann - málþing Vöku um málefni Háskóla Íslands
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 22:44
Til að fylgjast með starfi Vöku..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Bloggvinir
- sigruningibjorg
- mariagudjons
- helgahaarde
- doddeh
- gudbergur
- vilby
- ingolfur
- magginn
- andriheidar
- reynir
- kristinmaria
- davidg
- eyrun
- einsidan
- swift
- johannalfred
- kristinhrefna
- arnih
- tomasha
- deiglan
- ingabesta
- stebbifr
- herdis
- siggisig
- ingo
- dadiolafs
- handsprengja
- saethorhelgi
- malacai
- audbergur
- vefritid
- vkb
- veraknuts